Sjómannaskólareitur

Breytt deiliskipulag

Staðsetning: Sjómannaskólareitur í Reykjavík
Verkkaupi: Umhverfis- og skipulagssvið, Reykjavíkurborg
190 íbúðir, skrifstofubygging, kirkja, skóli
Svæði: 6,6 ha
Verklok: 2020

Sjómannaskólareitur er skv. aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 þróunarrietur þar sem gert er ráð fyrir blöndu stofnana, þjónustu og íbúða. Deiliskipulagsbreynting fól fyrst og fremst í sér heimild til uppbyggingar íbúða á þremur nýjum lóðum, auk þess sem gert er ráð fyrir skrifstofubyggingu á lóð Háteigskirkju.
Samtals eru leyfðar 190 íbúðir eftir breytingu, en voru áður 71. Um er að ræða hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaup­endur, sem og Félag eldri borgara, auk sértækra búsetu­úr­ræða. Vorið 2020 var samþykkt nýtt deili­skipulag fyrir svæðið og þar er meðal annars  kveðið á um að Salt­fisk­móinn og Vatns­hóllinn fái hverf­is­vernd vegna menn­ing­arsögu­legs gildis.
Lögð er áherlsa á lágreista og aðlaðandi byggð sem fellur vel að þeirri byggð sem fyrir er. Hún myndar með henni góða heild og tengist umhverfinu í kring. Með tillögunni fjölgar íbúum á svæðinu sem stuðlar að betri nýtingu á innviðum borgarinnar og þjónustu. Gert er ráð fyrir breyttu fyrirkomulagi bílastæða með auknum samýtingarmöguleikum, nýjum og bættum göngu- og hjólaleiðum og betur afmörkuðum göturýmum. Lögð er áhersla á að rýra ekki ásýnd og sjónása frá Háteigsvegi að Sjómannaskólanum og mennningarminjar verða verndaðar og betur afmarkaðar. Húshæðir á reitnum eru frá einni hæð og upp í þrjár hæðir og ris. Þakform á reitnum er mænisþak, ýmist með lágu risi eða háu, einhalla þök og flöt þök.