Hótel Egilsen

Breyting og endurbætur

Staðsetning: Aðalgata 2, Stykkishólmur
Brúttóstærð: 240 m²
Verklok: 2012

Hótel Egilsen er lítið boutique-hótel með mjög persónulegu og notalegu andrúmslofti með 10 herbergjum. Egilsens hús í Stykkishólmi er næstelsta hús bæjarins og var byggt árið 1867. Í dag er ytri byrði byggingar friðuð. Húsið er smíðað úr timbri og er á þremur hæðum (efsta hæðin er ris). Þak hússins er af mansard-gerð.
Öllu innra skipulagi hússins var breytt. Á fyrstu hæð er anddyri, móttaka, setustofa með aðstöðu fyrir morgunverð og léttar veitingar, starfsmannarými, tæknirými og tvö herbergi með baði. Á báðum efri hæðum eru herbergi með sérhönnuðum innréttingum bæði í svefnrými og í baðherbergi þar sem hvert smáatriði er úthugsað.