Stenzelbergstrasse
Breyting og endurnýjun á risíbúð
Staðsetning: Köln
Stærð: 70 m²
Verklok: 2022
Við Stenzelbergstrasse í Köln stendur fjölbýlishús sem byggt var í kringum aldamótin 1900. Efstu hæðinni er breytt í opna og bjarta risíbúð. Kvistum og stórum gluggum var bætt við hlið sem snýr að garðinum, mikil birta flæðir því inn í stofuna. Rými íbúðarinnar markast af baðherbergi sem staðsett er fyrir miðju. Baðherbergið er í sterkum lit og er þakgluggi beint fyrir ofan sturtuna. Svefnherbergi og skrifstofa eru aðskilin stofunni og hægt er að skilja þau enn frekar að eftir þörfum.