Sjógarðurinn

Ný byggð á Sementsreit á Akranesi

Hönnunarútboð á Sementsreit á Akranesi
2. verðlaun

Staðsetning: Sementsreitur, Akranes
Verkkaupi: Húsvirki
Í samvinnu við Gríma arkitektar
123 íbúðir, atvinnuhúsnæði
Lóðastærðir: 9.450 m²
Heildarbrúttostærð bygginga: 19.100 m²
Verklok: 2021

Skv. deiliskipulagi á að byggja upp íbúðakjarna á gömlum Sementsreiti á Akranesi á tveimur lóðum. Lóðastærð er samtals um 9.450 m² og í tillögu er gert ráð fyrir samtals 123 íbúðum sem dreifast á sex byggingar. Stærri lóð er til suðurs og byggingar myndast skjólgott garðrými sem er vel tengt við göngu- og hjólastigakerfi. Um 144 bílastæði eru í bílakjallara.
Í hverju húsi eru mismunandi íbúðir, allt frá studioíbúðum til fimm herbergja íbúða. Húsin eru ýmist með hefðbundum stigahúsum, svalagöngum eða sérinngöngum. U.þ.b. 45% af íbúðum á jarðhæðum þessara húsa hafa sérinngang og verða þannig að litlum sérbýlum í fjölbýli.
Byggingarnar eru brotnar upp í smærri einingar til að kallast á við eldri byggð og þakform þeirra eru mismunandi, ýmist flöt, einhalla eða tvíhalla. Þannig vísa húsformin jafnt til núverandi íbúðabyggðar og til bygginga gömlu sementsverksmiðjunnar sem voru með mismunandi þökum. Efnisval utanhúss undirstikar enn fremur þessar tilvísanir með notkun steinsteypu og báruáls. Höfundum þykir mikilvægt að ná fram ákveðinni samfellu í húsunum til að skapa heildarsvip sem einkennir þau, en húsin hafa engu að síður sín sérkenni.