Árskógar 5-7

Íbúðakjarni

Staðsetning: Árskógar 5-7, Reykjavík
Verkkaupi: Búseti hf.
72 íbúðir
Brúttóstærð: 7.990 m²
Verklok: 2021

Við Árskóga 5-7 standa tvö fjögurra hæða fjölbýlishús með alls 72 íbúðum. Við hönnun húsanna var lögð áhersla á góða nýtingu á rými um leið og þörfinni fyrir heppilega stærð íbúða var mætt. Íbúðagerðir eru stúdíó, tveggja og þriggja herbergja íbúðir. Um er að ræða búseturéttaríbúðir og leiguíbúðir Búseta, en einnig er hluti íbúða á vegum Félagsbústaða Reykjavíkurborgar.
Bílastæði eru á tveimur hæðum og er neðri hæðin hálfopin með sjónræn tengsl við umhverfið. Auk geymslu, hjólageymslu og -viðgerðarstæðis er að finna samkomusal í kjallara hússins, en þar geta íbúar haldið veislur, fundi og jafnvel námskeið.
Byggingarnar eru U-laga og mynda gott pláss fyrir aðalaðkomu. Svalagangur liggur meðfram innri hlið bygginganna og er hann í hlýlegum litatónum, staður sem ýtir undir samskipti og samfélag íbúa.