Garður
Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík
Staðsetning: Vallholtsvegur, Húsavík
Verkkaupi: Heilbrigðisráðuneytið, sveitarfélögin Norðurþing, Tjörneshreppur, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit
Opin framkvæmdasamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík, 3. verðlaun
Stærð: 4.400 m²
Verklok: 2020
Meginmarkmið tillögunnar Garðs er að skapa vistlegt og þægilegt heimili fyrir 60 einstaklinga þar sem íbúarnir geti notið ævikvöldsins. Mannúð og virðing fyrir mismunandi þörfum einstaklinga er í hávegum höfð. Hjúkrunarheimilið er staður til þess að dvelja í, hvílast, njóta, byggja sig upp og efla samskipti. Mikil áhersla er lögð á sameiginleg rými þar sem íbúar, gestir og starfsfólk, mætast, jafnt innan dyra sem utan. Byggingin er hönnuð með vistvænar áherslur í efnisvali og skipulagi. Leitast er við að tengja hjúkrunarheimilið vel við bæinn og um leið við náttúruna og landslagið í kring.
Við hönnun lóðarinnar er lögð áhersla á að bygging og lóð sé hluti af samfélaginu. Að þau sem eiga leið að hjúkrunarheimilinu eða framhjá svæðinu finni sig í samfélagi og umhverfi sem laði til sín fólk. Mikil áhersla er lögð á góða tengingu við umhverfi byggingarinnar, bæinn og náttúruna í kring, bæði sjónrænt og “fýsiskt”. Gott birtuflæði er í byggingunni og útsýni ertil sjávar og fjalla. Stuðlað er að hreyfingu og samskiptum íbúa og gesta bæði innan heimilis og utan, t.d. með góðum tengingum og svæðum til hvíldar og leiks. Garður er hjúkrunarheimili framtíðarinnar með nútímalegar lausnir og velferð og öryggi íbúa og starfsfólks að leiðarljósi.