Ráðhús Akureyrarbæjar

Viðbygging og endurbætur

Staðsetning: Geislagata 9, Akureyri
Verkkaupi: Akureyri
Framkvæmdasamkeppni með forvali um Ráðhús Akureyrarbæjar, 2. verðlaun
í samvinnu við Landmótun
Stærð: um 3.700 m²
Verklok: 2021

Nýtt Ráðhús Akureyrar samanstendur af nýrri og glæsilegri viðbyggingu, tengibyggingu og endurbótum á núverandi byggingu. Byggingin myndar eina heild með góðu flæði og aðgengi. Nútímalegar lausnir, sveigjanleiki, velferð og þægindi starfsfólks og gesta, eru hafðar að leiðarljósi. Nýtt Ráðhús Akureyrar verður fyrirmyndarvinnustaður sem litið verður til. Viðbyggingin tekur upp form og einkenni eldri byggingarinnar og setur í nútíma búning. Torg við aðalinnganginn er í góðum tengslum við strætóstoppistöð við Glerárgötu og gestabílastæði.
Vestan megin húss myndar nýbyggingin með núverandi byggingu skjólsælt og sólríkt dvalarsvæði. Þar er gert ráð fyrir garði sem tengist matsalnum og inngangi starfsmanna. Jafnt innan deilda sem utan þeirra eru rými til óformlegra mannamóta. Kaffihorn eru flest staðfsett utan deilda, en það stuðlar að samtali á milli mismunandi deilda. Góð hljóðvist í skrifstofubyggingum er einn af þeim þáttum sem hafa hvað mest áhrif á afkastagetu starfsmanna. Gott birtuflæði er í byggingunni og útsýni er til fjalla.