FMS

Farþegamiðstöð og fjölnotahús við Skarfabakka

Staðsetning: Skarfagarðar 6, Reykjavík
Verkkaupi: Faxaflóahafnir
Stærð: 5.300 m2
Áætluð verklok: 2025

FMS er samstarfsverkefni arkitektastofanna, A2F, Grímu og Tendra undir nafninu BROKKR stúdíó.
Markmiðið er að hanna fjölnota byggingu sem nýtist sem farþegamiðstöð stóran hluta úr ári, en annars fyrir viðburði af ýmsu tagi. Í hönnun byggingarinnar er því lögð áhersla á góða yfirsýn, flæði og skilvikni með mikinn sveigjanleika. Grunnhugmyndin er mjög sveigjanlegt rými eða s.k.l „Black Box“ á tveimur hæðum, umlukið stoðrýmum og umferðarrýmum sem tengja alla inn- og útganga og skapa gott flæði.
Staðsetningin er einstök með tilliti til útsýnis og tengingar við hafið og er tekið mið af því við hönnun byggingarinnar. Þannig verður upplifun notenda sem best.
Byggingin verður BREEAM vottuð.