FMOS
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
Staðsetning: Háholt 35, Mosfellsbær
Verkkaupi: Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Mosfellsbær
Stærð: 4.100 m2
Verklok: 2014
Mies van der Rohe verðlaun 2015 - Tilnefning
Menningarverðlaun DV 2014 - Tilnefning
BREEAM vottun 2014 - einkunn "very good”
Fallegustu byggingar Íslands byggðar eftir 2007 skv. Fréttablaðinu - 3. verðlaun
Hönnunarsamkeppni 2010 - 1. verðlaun
Markmið er að skapa einstaka, vandaða og fagra byggingu sem fellur vel inn í hið fjölbreytta bæjarlíf í Mosfellsbæ og styrkir það um leið. Skólinn tengist umhverfinu, landslaginu og bænum í lögun sinni og efnisvali. Byggingin rís úr landslaginu, hún vex upp úr jarðveginum og myndar rými ofan á, við hliðina á og undir grasþekjunni. Skólinn verður hluti af landslaginu og landslagið verður hluti af skólanum. Sveigjanleiki er hafður að leiðarljósi í rýmismyndun. Opin og fjölbreytileg rými jafnt inni sem úti einkenna skólann. Þau eru vettvangur fyrir óhefðbundnar og verkefnamiðaðar kennsluaðferðir sem hvetja til nýsköpunar og samskipta. Framhaldsskóli Mosfellsbæjar er einstakur staður þar sem náttúra og byggð mætast. Þetta samspil ásamt fjölbreyttum kennslurýmum og vinnurýmum kennara skapar góðan grunn til náms og leiks.
FMOS hlaut BREEAM vottun very good og var unnið skv. BIM aðferðferðarfræðinni. Byggingin er klædd timbri að utan og að hluta til að innan og er með gróðurþök. Stórir gluggar tryggja útsýni og dagsbirtu. Gröftur var notað til að búa til hóla á lóðinni til að vinna á móti hljóðmengun frá Vesturlandsveg. Sérstök vatns og rafmagnsmælitæki voru sett upp til að fylgjast
með orkunýtingu. Lögð var áhersla á að draga úr efnisnotkun. Sérstakar hannaðar loftræsieiningar eru staðsettir við útvegg í skólarými sem tengist kólsýrimælitæki. Þær hleypa fersku loft inn
eftir þörf og með því var ekki þörf á hefbundnu loftræsikerfi. Niðurtekið loftakerfi var sleppt og allar lagnir eru sýnilegar að innaverðu sem gefa sérstakt verkstæðisyfirbragð í rýminu. Stórt geymslurými var sleppt og í staðinn voru settir upp geymsluskápur beint í kennsluálmum sem liggja meðfram innveggjum til að spara fermetrar. Mjög mikil áhersla var lögð í hljóðhönnun til að styðja næði í kennslu. Hljóðlistaverk frá Bryndísi Bolladóttur má finna víða um skólann.