Origo höfðustöðvar

Breyting á skrifstofubyggingu

Staðsetning: Borgartún 37, Reykjavík
Verkkaupi: Origo
Stærð: 3.566 m2
Verklok: 2020

Á árunum 2015 til 2020 var skrifstofubygging Origo og annarra fyrirtækja við Borgartún 37 tekið í gegn. Öll skrifstofurými á sex hæðum voru endurgerð. Leiðarljós í hönnun var að skapa fjölbreytt og skapandi vinnuumhverfi með misstórum rýmum þar sem fólk nýtur sín í vinnu og leik. Símaklefum, litlum fundarrýmum og afþreyingu var bætt við á hverri hæð.Kjallaranum var breytt í starfsmanna- og fundaraðstöðumeð fjölbreyttu leiksvæði fyrir starfsfólk, búningsaðstöðu og einnig glæsilegri hjólaaðstöðu. Á jarðhæð tekur nýtt móttökusvæði og kaffihús hlýlega á móti gestum og starfsfólki og tengir saman ólíka hópa. Heimilisleg stemming ríkir í nýju mötuneyti og eldhúsi.
Í hönnun er mikil áhersla lögð á góða lýsingu og hljóðvist fyrir starfsólk og gesti.