Hús atvinnulífsins

Endurbætur og breyting á skrifstofubyggingu

Staðsetning: Borgartún 35, Reykjavík
Verkkaupi: Samtök atvinnulífsins
Stærð: um 1.000 m²
Verklok: 2020

A2F var beðið um að hanna endurbætur og gera breytingar á allri jarðhæð skrifstofuhúss við Borgartún 35. Móttaka, setsvæði, mötuneyti, fundarsalir og skrifstofurými voru endurnýjuð og gefa Húsi Atvinnulífins ferskan svip.
Veggir, gólf og loft voru endurbætt og að hluta til endurnýjuð. Húsgögn og lýsing voru endurnýjuð, sem og fastar innréttingar eins og móttökuborð, bekkir og hillur. Hönnun innréttinga og val á búnaði er í samræmi við heildaryfirbragð. Leiðarljós í hönnun var að skapa hlýlegt og heilbrigt umhverfi þar sem gestir hússins og starfsfólki liði vel. Efnisval í innréttingum - stál, timbur, gler - endurspeglar fjölbreytni í iðnaði og eru tákn fyrir atvinnulífið sem Hús Atvinnulífsins stendur fyrir.