Ásgarðsland

1. verðlaun

Lokuð samkeppni um skipulagstillögu landi Valdastaða í Kjósahreppi
1. verðlaun

Staðsetning: Áskarðsland í Kjósarhreppi
Verkkaupi: Kjósahreppur
Svæði: 80 ha
Verklok: 2022

Skipulagssvæðið liggur í landi Valdastaða í Kjósahreppi, nánar tiltekið í suðurhlíðum Reynivallarháls í námunda við Laxárvog. Svæðið er um 80 ha. Innan þess er gert ráð fyrir íbúðarbyggð í sérbýli, ásamt skóla.
Megin leiðarljós tillögunnar fela í sér að móta aðlaðandi og vistvæna byggð sem tekur mið af staðháttum; landslagi, veðurfari og höfuðáttum.
Byggðin skiptist upp og raðast niður eftir náttúrulegum afmörkunum; á milli lækja og í takt við hæðarskil. Þannig verður raskið á náttúrunni sem minnst og byggðin samlagast landslaginu.
Lögð er áhersla á útivist og góðar tengingar á og í kringum svæðið. Svokallaður “grænn ás” teygir sig upp í fjallið og tengist öllum göngu- og hjólaleiðum svæðisins, þannig er stutt við vistvænni samgöngur og ýtt undir útivist. Ásinn er eins konar útivistar- og menningarmiðja svæðisins, sem nær alveg frá Ásgarði og upp fyrir byggð í hlíðunum. Með því að tengjast Ásgarði, sem staðsett er fyrir utan deiliskipulagssvæðið sunnan við Kjósarskarðsveg, verður til sterk heild á öllu svæðinu til framtíðar.
Markmið skipulagstillögunnar er að til lengri tíma litið verði til byggð sem búi yfir yfirbragði dreifbýlis, í samræmi við Aðalskipulag Kjósahrepps 2017 – 2029. Tillagan einkennist af stórum einbýlishúsalóðum með góðri fjarlægð á milli húsa sem er sterk undirstaða að yfirbragði dreifbýlis. Að sama skapi verður lögð áhersla á fjölbreytni í húsagerð og að götumynd og bundin byggingarlína verði ekki samfelld.