Kambar

2. verðlaun

Hugmyndaleit um skipulag í Gufunesi
2. verðlaun

Staðsetning: Gufunes, Reykjavík
Verkkaupi: Spilda
í samvinnu við Landmótun, Myrru og Feril
400-450 íbúðir, þjónustu- og atvinnuhúsnæði, leikskóli
Byggingar: 44.000 m²
Svæði: 20 ha
Hönnunartími: 2021

Kambar, ný byggð við sjávarsíðuna á Gufunesi styrkir Grafarvog og býður upp á einstaka tengingu við náttúruna á höfuðborgarsvæðinu, skjólsæla garða og vandaðar íbúðir sem margar hverjar eru með útsýni til sjávar og fjalla í kring. Nýr byggðakjarni, Kambar, er lifandi og eftirsóttur staður til þess að búa á með sambland af borgarstemmingu og náttúru.
Megin markmið tillögunnar er að skapa heildstæða og aðlaðandi byggð með lifandi samfélagi fyrir alla aldurshópa þar sem borgarstemming nýtur sín í bland við náttúruna. Önnur megin markmið eru að skapa sólrík og skjólsæl svæði milli bygginga, að tryggja sjónása frá byggingum og opnum svæðum að náttúru - flestar íbúðir eru að minnsta kosti með með tvo eða fleiri gluggafleti með útsýni yfir sjávarlandslagi, að skapa aðlandi byggð í mannvænum skala í góðu samræmi við nærliggjandi umhverfi, að tryggja góða nýtingu á landsvæði og að borgarland og lóðarhönnun myndi eina heild. Mikil áhersla er lögð á góðar og öruggar tengingar fyrir gangandi og hjólandi og góðar tengingar á milli lóða og húsa við fyrirhugaðan göngu- og hjólastíg.
Um er að ræða þriggja til tólf hæða byggingar sem að mestu leyti hýsa íbúðir. Allt í allt er gert ráð fyrir tæplega 44.000 m² byggingarmagni, en það er aukning um 4.200 m² frá gildandi deiliskipulagi. Fjöldi íbúða er um 400-450. Byggingarnar norðan megin á reitunum við sjávarkantinn eru hærri og mynda gott skjól til suðurs. Sunnan megin eru byggingarnar á svæðinu lágreistar, 3-4 hæðir, til þess að skyggja sem minnst á byggingar sem eru nær sjónum.
Þengilsbás er borgargata í hverfinu með götutré og blágrænar ofanvatnslausnir, sem gefa götunni grænt yfirbragð, og breiðar gangstéttir sem rúma bæði vegfarendur og búnað. Öll bílastæði eru í bílakjöllurum undir húsum og er aðgengi að þeim frá Jöfursbás og Þengilbás fyrir og um vistgötu sem liggur á bak við kvikmyndarverið.
Meðfram strandlengjunni eru stígar, annars vegar hjólreiða- og göngustígur við strandlengjuna úr austri, meðfram Svörtufjöru og tengjast inn í gatnakerfið inn á Þengilsbás við Kvikmyndaverið. Meðfram byggingarreitum á bak við Kvikmyndaverið er göngustígur meðfram strandlengjunni og nær hann út á Hólma. Sums staðar fer stígurinn yfir á timburbryggjur og myndar útsýnisstað þar sem frábært tækifæri gefst til þess að skoða klettana að ofanverðu í návígi og njóta nálægðar við hafið.