Háeyjar

Viðurkenning

Opin framkvæmdasamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Höfn í Hornafirði
Viðurkenning

Staðsetning: Víkurbraut, Höfn í Hornafirði
Verkkaupi: Heilbrigðisráðuneytið,  Sveitafélagið Hornafjörður
Stærð: 2.230 m²
Verklok: 2019

Markmið hönnunar að nýju hjúkrunarheimili fyrir Höfn í Hornafirði er að skapa heimili þar sem mannúð og virðing fyrir íbúum, starfsfólki og gestum er í hávegum höfð. Nútímaviðmið um hjúkrunarheimili eru höfð til hliðsjónar og skapaður er vettvangur fyrir öruggan og hlýlegan samastað.
Samtals er gert ráð fyrir 26 íbúðum með tilheyrandi stoðrýmum, sjúkraþjálfun, iðjuþálfun, kapellu, fjölnotasal, dagvist, hágreiðlsustofu, framreiðslueldhús og starfsmannarými.
Leitast er við að skapa eina heild með núverandi byggingu, en tekið er tillit til forms og efnis hennar. Byggt er við núverandi byggingu, ás byggingar er framlengdur úr norðri til suðurs og rými raðast upp þvert á ásinn þannig að byggingin myndi eins konar greiðu. Nýbyggingin er brotin upp í smærri og mannvænar einingar, með mænisþökum á meðan græna tengingin um húsið er lægri og með flötu þaki. Innblástur er sóttur úr landslaginu í kring, sem er einstaklega fallegt. Byggingin stendur við ströndina með útsýni á hafið, í ríki Vatnajökuls og öræfanna.
Gott flæði og skýrar leiðir eru innan byggingar. Aðalinngangur er staðsettur miðlægt við umferðarás, þaðan sem bein tenging er út í garð til vesturs á neðri hæð.