Hraunbær Bæjarháls

1. verðlaun

Lokuð samkeppni um nýtt skipulag í Árbær
1. verðlaun

Staðsetning: Hraunbær og Bæjarháls, Reykjavík
Verkkaupi: Umhverfis- og skipulagssvið, Reykjavíkurborg
215 nýjir íbúðir
Svæði: 2,23 ha
Verklok: 2018

Deiliskipulagssvæðið er innan staðgreinireits 4.345.1 og afmarkast af Bæjarhálsi til norðurs og Hraunbæ til suðurs, en auk þess liggur vegurinn Tunguháls í gegn sem skiptir svæðinu í tvennt.
Staðsetning er góð með tilliti til opinberrar þjónustu og tengist vel helstu göngu- og hjólaleiðum innan borgarinnar auk þess að almenningssamgöngur eru góðar í næsta nágrenni svæðisins.
Um er að ræða samtals þrjár lóðir með tvo til fimm byggingarreiti hver lóð. Góð garð- og göturými myndast, sem eykur gæði fyrir alla byggðina í kring. Um er að ræða tveggja til fimm hæða byggingar, fjölbýlishús og raðhús. Skipulagið heimilar uppbyggingu allt að 215 íbúða og miðar að því að styrkja það íbúðarhverfi sem fyrir er með fjölbreyttu íbúðarhúsnæði. Mælikvarði bygginga tekur mið af fleirri byggð sem fyrir er og lögð er áhersla á að byggðin sé brotin upp í minni einingar til að tryggja mannlegan og vinalegan skala. Gert er ráð fyrir hallandi þökum, en kallast þau á við þök á núverandi byggð. Sjálfbærni og vistvæn hönnun sé höfð að leiðarljósi við hönnun bygginga.