Ásbrú

1. verðlaun

Hugmyndasamkeppni um Ásabyggð á Ásbrú
1. verðlaun

Staðsetning: Ásbrú í Reykjanesbæ
Verkkaupi: Háskólavellir hf.
Í samvinnu við Landmótun og BAARK
Svæði: 40 ha
Verklok: 2015

Ásbrú þjónaði eitt sinn því hlutverki að hýsa starfsfólk bandarísku herstöðvarinnar og fjölskyldur þeirra. Í dag er þar öflugt samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs. Meirihluti íbúanna er námsmenn og fjölskyldur þeirra. Íbúðabyggðin er ekki aðlaðandi eins og hún er í dag, en góður grunnur er til staðar til að bæta úr og byggja á. Brúa þarf bilið á milli þess sem það eitt sinn var og nútímasam- félagsins sem það getur orðið.
Aðalmarkmið í tillögu þessari er að efla það samfélag sem fyrir er og skapa því nýja ímynd með því að:
- Skapa heildstæða, vistvæna og sterka byggð
- Styrkja miðjuna og tengja þá tvo íbúðakjarna á svæðinu sem eru í dag að mörgu leyti aðskildir
- Bjóða upp á fjölbreytileika í búsetumöguleikum fyrir jafnt unga sem aldna, námsmenn og allar gerðir fjölskyldna
- Hvetja til útiveru með bættri aðstöðu garða, bæði einka- og almenningsgarða
- Gera gangandi og hjólandi hærra undir höfði með því að breikka og bæta við gönguleiðum og hjólastígum
- Bæta yfirbragð gatna, s.s. með hellulögn, fallegum götubúnaði, trjáröðum o.s.frv.
- Byggja ný mannvirki sem styrkja miðjuna