Stofan

A2F arkitektar ehf. var stofnað árið 2010 af Aðalheiði Atladóttur, arkitekt FAÍ, og Falk Krüger, arkitekt FAÍ AKB. Stofan er staðsett í Reykjavík. Árið 2014 var önnur starfsstöð A2F stofnuð í Berlín, Þýskalandi, í samstarfi við Filip Nosek, arkitekt. Eigendur A2F búa yfir áralangri reynslu í faginu, frá árinu 2004 hafa þau starfað sem arkitektar á Íslandi, Þýskalandi og víðar.
Það sem drífur okkur áfram er áskorunin sem felst í hverju verkefni til þess að hafa jákvæð áhrif á hið manngerða umhverfi og þar með heilsu og vellíðan fólks. Við leggjum okkar af mörkum til þess að hanna betri framtíð. Lykill að góðri hönnun er samvinna á breiðum grundvelli jafnt innan okkar fyrirtækis sem og við þverfagleg teymi hönnuða, verkkaupa, yfirvöld og aðra hagsmunaðila.
A2F arkitektar taka að sér hönnunarstjórn, aðalhönnun, verkefnastjórnun, ráðgjöf og fleira og vinna eftir gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga um mannvirki.
Verkefni A2F eru mjög fjölbreytt allt frá innanhússhönnun og til borgarskipulags, þátttaka í sýningum, málþingum og fyrirlestrum og kennsla á ýmsum sviðum arkitektúrs í háskólum hérlendis og erlendis. Mannvirki sem A2F arkitektar hanna eru m.a. íbúðabyggingar, skristofuhúsnæði, skólar, hótel, íþróttahallir, verslanir og margt fleira. A2F arkitektar leggja áherslu á að finna sérsniðnar lausnir miðaðar við þarfir verkkaupa og að þróa rými sem búa yfir einstökum gæðum. Verkefni A2F bera vott um að hægt sé að sameina góðar tæknilegar útfærslur, notagildi, hagkvæmni og fagurfræði í mannvirkjahönnun.
Vistvæn hönnun og orkusparnaður í byggingum eru höfð að leiðarljósi í verkefnum okkar, en við höfum tekið þátt í að vinna að umhverfisvottun (BREEAM) fyrir Framhaldsskólann í Mosfellsbæ, sem er ein af fyrstu byggingum á Íslandi sem fær þá vottun.
A2F arkitektar nota aðferðarfræðina BIM (Building Information Modelling=upplýsingatækni í mannvirkjahönnun) í hönnun, sem auðveldar greiningar og útreikningar bygginga, s.s. á  magntölum og auðveldar þar með gerð kostnaðaráætlana.
Við leggjum áherslu á þverfaglegt samstarf frá byrjun. Til þess að tryggja bestu niðurstöðuna er
mikilvægt að vinna með hönnuðum frá öðrum fagsviðum frá frumstigum verkefnis.
Verkkaupar A2F arkitekta eru obinberir aðilar, félagasamtök, stór og smá fyrirtæki og einkaaðilar. Sem dæmi má nefna Framkvæmdassýslu ríkisins, Mennta- og menningarráðuneytið, Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, Bjarg íbúðafélag, Búseta, Félag eldri borgara, Origo, ION Hótel, Samtök atvinnulífsins og fleiri.
A2F arkitektar taka reglulega þátt í hönnunarsamkeppnum og hafa átt mikilli velgengni að fagna. Einnig hafa byggingar A2F arkitekta verið tilnefndar til ýmissa verðlauna (Mies van der Rohe verðlaunin t.d.) og hlotið vottanir (umhverfisvottunin BREEAM t.d.).

 

Teymið

Aðalheiður Atladóttir
arkitekt FAÍ
Stúdíó Reykjavík

Löggiltur mannvirkjahönnuður
Lokapróf í arkitektúr við Tækniháskólann RWTH í Aachen 2004

Anna von Aulock
arkitekt
Stúdíó Berlín

Lokapróf í arkitektúr við UDK í Berlín 2011

Birta Sif Gunnlaugsdóttir
byggingafræðingur (B.A.) nemi
Stúdíó Reykjavík

Björg Elva Jónsdóttir
byggingafræðingur og arkitekt (B.A.)
Stúdíó Reykjavík

B.A. í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands 2010
Lokapróf í byggingafræði frá Københavns Tekniske Skole 2005

Eva-Lotta Danwerth
arkitekt
Stúdíó Berlín

M.A. í arkitektúr
Münster School of Architecture 2019

Eyleen von Sehren
arkitekt
Stúdíó Berlín

Lokapróf í arkitektúr við BTU Cottbus 2009

Falk Krüger
arkitekt FAÍ
Stúdíó Reykjavík

Löggiltur mannvirkjahönnuður og skipulagsráðgjafi
Lokapróf í arkitektúr við Tækniháskólann RWTH í Aachen 2004

Filip Nosek
arkitekt BDA
Stúdíó Berlín

Lokapróf í arkitektúr við Tækniháskólann RWTH í Aachen 2004

Franziska Behr
arkitekt (B.A.)
Stúdíó Berlín

B.A. í arkitektúr við UdK Berlin 2021

Kristófer Máni Jónasson
byggingafræðingur (B.A.) nemi
Stúdíó Reykjavík