KHÍ
Deiliskipulag Kennaraháskólareitur
Staðsetning: Bólstaðarhlíð / Stakkahlíð, Reykjavík
Verkkaupi: Umhverfis- og skipulagssvið, Reykjavíkurborg
150 nýjar íbúðir, háskólauppbygging
Stærð: 4 ha
Verklok 2018
Um er ræða skipulag fyrir annars vegar nýja íbúðabyggð og hins vegar breytt skipulag lóðar Menntavísindasviðs HÍ. Íbúðabyggðin er ætluð námsmönnum að hluta og eldri borgurum að hluta. Byggðin hefur létt yfirbragð og lagar sig að núverandi byggð í kring. Húsaraðir eru brotnar upp í minni einingar og gert er ráð fyrir hallandi mænisþaki á um helmingi byggðarinnar eins og er að finna á flestum húsum í kring.
Húsin mynda skjólgóða garða til suðurs, en þeir eru allir tengdir. Til móts við garðana stendur núverandi byggð við Bólstaðarhlíð, sem verður þannig hluti af nýja svæðinu. Gert er ráð fyrir leiksvæðum í görðunum.
Tekið er tillit til sólarátta og byggð er skipulögð þannig að hún skapi sem mest skjól fyrir veðri og vindum þar sem góð útivistarsvæði skapast til dvalar og leiks.
Gert er ráð fyrir sérnotareitum fyrir íbúðir á jarðhæðum. Í efnisvali er lögð er áhersla á vistvæn efni og hlýlegt yfirbragð húsanna.
Í norðurhluta svæðisins er gert ráð fyrir auknu byggingarmagni austan við háskólabyggingu við Háteigsveg.