Hótel Berg

Viðbygging og breytingar

Staðsetning: Bakkavegur 17, Keflavík
Stærð: 1.515 m²
Verklok 2016

A2F arkitektar fengu það verkefni að hanna viðbyggingu og breytingu við Hótel Berg í Keflavík. Hótelið stendur við litla bátahöfn með fallegt útsýni yfir hafið. Hótelið bætir við sig um 15 nýjum herbergjum og eru samtals 36. Klæðningin á núverandi byggingu er endurnýjuð og skapar eina heild með viðbyggingunni.
Auk viðbyggingarinnar eru gerðar breytingar og endurbætur á móttökusvæði, veitingastað hótelsins og lóð. A2F hannaði allar fastar innréttingar á móttökusvæði og í herbergjum.
Á þakhæð í viðbyggingu er verönd með heitum potti þar sem gestir geta slakað á í og notið útsýnisins.