Wehrden

Einbýlishús

Staðsetning: Wehrden
4 einbýlishús
Stærð á einingu: 95-150 m²
Verklok frumdrög: 2020

Verkkaupi hyggst skipta lóð sinni upp í fernt, en lóðin einkennist af fallegum trjágróðri og plöntum. Á hverri einingu rís einbýlishús byggt úr timbri. Gert er ráð fyrir tveimur gerðum húsa með mismunandi möguleikum, t.d. tveggja hæða hús með herbergjum fyrir 3-5 manna fjölskyldu eða húsi á einni hæð með mjög góðu aðgengi, hugsað fyrir tvo íbúa.
Byggingarnar mynda saman eina heild, en hvert hús er með sveigjanlegt skipulag svo íbúar geti aðlagað það að sínu. Auðvelt er að breyta herbergjaskipan og gluggasetningu.
Öll húsin eru með mænisþaki, sem tilvísun í hefðbundnar byggingar, með stofu á jarðhæð sem skagar út úr massa hússins.
Gólfkóti jarðhæðar miðast við garðinn til þess að tryggja hindrunarlausan aðgang og tengingu við útirýmin.