Keilugrandi 1-11

Íbúðakjarni

Staðsetning: Keilugrandi 1-11, Reykjavík
Verkkaupi: Búseti hf.
78 íbúðir
Brúttóstærð: 6.660 m²
Verklok: 2020

Við Keilugranda 1-11 eru fjögur fjölbýlishús með samtals 78 íbúðum. Lóðin er í Vesturbæ Reykjavíkur við sjóinn. Á lóðinni eru fjölbýslishús og raðhús sem eru tveggja til fimm hæða. Í næsta nágrenni eru leikskóli, grunnskóli og íþróttafélag KR með æfingavöllum.
Húsin ramma inn garð, sem er sameiginlegur fyrir íbúana. Stærsta fjölbýlishúsið á 5 hæðum er staðsett til norðan megin á lóð til þess að skapa skjól frá norðanvindi í garðinum. Þaðan er fallegt útsýni yfir hafið. Hin húsin trappast niður til suðurs og tengjast í mælikvarða og hæð aðliggjandi byggð til suðurs og vesturs.
Til suðausturs á lóðinni er svokallaður lýðheilsureitur sem aðgengilegur er almenningi, en hann tengist einnig aðliggjandi leiksvæði austan við lóðina. Góðar tengingar fyrir hjólandi og fótgangandi eru tryggðar á lóðinni. Áhersla er lögð á að yfirbragð svæðisins sé aðlaðandi og að skali bygginganna sé brotinn upp bæði í efni og formi. Íbúðabyggingarnar eru frá því að vera tveggja hæða og upp í fimm hæða.
Íbúðirnar eru blandaðar og fjölbreyttar að stærð og gerð og eru hannaðar með þarfir fólks á öllum aldri í huga. Hvort sem um er að ræða fyrsta heimili, barnafjölskyldur eða þá sem vilja minnka við sig og njóta sjávarútsýnis og fallegra gönguleiða. Margar íbúðir bjoða upp á sveigjanlegt herbergi þar sem hægt er að stækka stofurými eða vera með auka barnaherbergi eða skrifstofu. íbúðir fyrir stórar fjöldskyldar tengjast garðrými og leiksvæði. Um 50 % af öllum íbúðum eru með sérinngang sem snúa að garðrými sem skapar líf, eflir samskipti íbúa og hefur jákvætt áhrif á samfélagið.
Fjölbreytileiki íbúðagerða og íbúasamsetningar endurspeglast m.a. af samvinnu Búseta og Félagsbústaða í verkefninu. Í húsinu býr einnig fólk sem þarf töluverða þjónustu vegna fötlunar og fær hana eftir þörfum á heimilum sínum. Þetta er líður í úrbótum í húsnæðismálum fatlaðs fólks,  áhersla á sjálfstæði einstaklinganna,  sjálfstæða búsetu og aukin lífsgæði.
Hjarta svæðisins er garðurinn með sameiginlegu hjóla- og viðgerðarhús með palli til suðurs sem tengist lýðheilsureits. Hér hittist fólk í grill og spjall og það skapar einstakt samfélag. Húsin eru hönnuð með vistvænni nálgun. Í hönnun var lögð mikil áherslu á að nýta fermetra vel og minnka umferðarrými og gangrými. Einnig er geymslupláss haft í lágmarki til þess að draga úr fermetrarnotkun og spara byggingarefni. Notkun á forsteyptum baðeiningum, svölum og stigum dregur úr steypunotkun og tryggir hagkvæmni í framleiðslu og lækkar kostnað í viðhaldi. Flest þök eru græn og styðja þannig við lífríki, loftgæði og endingargildi á þéttilögum. Ómeðhöndluð lerkiklæðning brýtur upp ásýndir á öllum húsum, skapar hlýlegt yfirbragð og er vistvænt byggingarefni. Geymslupláss er hagrætt til þess að
Húsið er byggt í grónu hverfi þar sem áhersla er lögð á að fjölga íbúum og grænum svæðum, efla vistvænni samgöngur og styrkja verslun og þjónustu í hverfinu. Verkefnið tekur mið af stefnu Reykjavíkurborgar og borgarskipulagi sem hefur að leiðarljósi að margbreytileiki og inclusion stuðli að jafnara samfélagi, hafi jákvæði áhrif á líf fólks og auðgi samfélagið.