Hús í Skerjafirði

Einbýlishús

Staðsetning: Skerjafjörður, Reykjavík
Brúttóstærð: 230 m²
Verklok: 2016

A2F arkitektar hönnuðu einbýlishús sem er staðsett í Skerjafirði í Reykjavík. Það er um 230 fermetrar að stærð og er á tveimur hæðum. Húsið er steypt, en klætt með lerki að utan.
Neðri hæð hússins er opin og björt, en þar eru eldhús, borðstofa og stofa, ásamt bílskúr og geymslu. Stiginn upp á aðra hæð er notaður sem skilrúm í opnu rými borðstofu og stofu.
Svefnherbergi hússins eru á annarri hæð ásamt einu sveigjanlegu fjölnotarými með svalir, sem hægt er að nota sem svefnherbergii, skrifstofu eða sjónvarpsherbergi.