Eikjuvogur

Nýbygging fjölbýlishúss

Staðsetning: Eikjuvogur, Reykjavík
Stærð: 375 m²
Íbúðafjöldi: 3
Verklok: 2019

Eikjuvogur byggðist upp á 6. áratug síðustu aldar og einkennist gatan af húsum í smáum skala. Skipulag nýs fjölbýlishúss með þremur íbúðum tekur mið af því. Húsið er brotið upp í tvær einingar  og mynda þær saman spennandi útirými. Í einingunni sem snýr að götunni er íbúð á tveimur hæðum og í einingunni sem snýr að garðinum eru tvær íbúðir á sitt hvorri hæðinni. Efri íbúðin er með sérinngang um útistiga.