MZH Mastbrook
Íþróttahöll og félagsmiðstöð



















Staðsetning: Rendsburg, Mastbrook
Verkkaupi: Rendsburg
Stærð: 2.200 m²
Verklok: 2018
Bygging nýrrar íþróttahallar og félagsmiðstöðvar er hluti af átaki borgarinnar Rendsburg, „Soziale Stadt Mastbrook“, sem ætlað er að styðja við hverfið Mastbrook og styrkja það félagslega.
Byggingin, sem er um 2.200 m2 að stærð, rís á lóð hverfisskólans Mastbrook. Nemendur skólans
nota bygginguna til íþróttaiðkunar, auk þess
sem íþróttasalurinn nýtist sem fjölnotasalur í tengslum við sambyggðu félagsmiðstöðina. Menningarmiðstöðin er vettvangur mannamóta og samskipta og mun hún efla hverfið og styrkja uppbyggingu þess.
Innra skipulag býður upp á margvísleg rými fyrir hópa - fundi og mannamót, sýningarsvæði og skrifstofurými. Fjölnota anddyri byggingarinnar þjónar alls kyns
viðburðum og tengir saman og stækkar hin rými miðstöðvarinnar.