Hamrar

Nýjar höfðustöðvar Landsbankans

Staðsetning: Geirsgata, Reykjavík
Verkkaupi: Landsbankinn
Samkeppni með forvali: 2. verðlaun
Í samvinnu við Gríma arkitektar og Landmótun
Stærð: 11.300 m²
Verklok: 2018

Saga Landsbankans nær aftur til ársins 1886 og hefur hann gegnt mikilvægu hlutverki í viðskiptalífi þjóðarinnar. Höfuðstöðvar bankans hafa ávallt verið í miðbæ Reykjavíkur og samofnar mannlífinu í hjarta borgarinnar.
Byggingin stendur við Austurbakka í Reykjavík, suðaustan við Tónlistar og ráðstefnuhúsið Hörpu. Til vesturs er göngugata sem tengist Hörpu og Lækjartorgi. Geirsgata og Reykjastræti eru til austurs og suðurs.
Tillagan Hamrar að höfuðstöðvum Landsbankans er innblásin af ströndum Íslands í vetrarbúningi, klettahömrum í fjöru- borðinu og mannvirkjum sem er að finna við strendur landsins.
Byggingarmassinn er brotinn niður í sjö “hamrar” í mismunandi stærðum, hæðum og lögum. Þrjú megintorg myndast inn á milli og í kring. Byggingin tengist umhverfi sínu og fléttar sig inn í borgarlandslagið. Gott flæði og aðgengi er inn í bygginguna og í kringum hana. Græn svæði kallast á við græna teppið á Arnarhóli og trappast upp bygginguna sem torg og þakgarðar.
Hamrar er samtals sjö hæðir. Byggingin er ein til fimm hæðir ofanjarðar og tvær hæðir neðanjarðar. Hin nýja bygging mun hýsa starfsemi höfuðstöðva Landsbankans, afgreiðslu, útibú verður á jarðhæð og önnur starfsemi á 2. - 5. hæð. Gert er ráð fyrir að nyrsti hluti byggingar á annarri til fjórðu hæð verði nýttur til útleigu.
Á horni Reykjastrætis og Geirsgötu mynda byggingarnar skjólgott og sólríkt torg til suðvesturs. Þar er aðalinngangur inn í bankann með afgreiðslu útibúsins á jarðhæð, en einnig er gert ráð fyrir kaffihúsi og bar við torgið og annarri starfssemi á jarðhæð meðfram verslunargötu.
Í Hömrum er rými fyrir samskipti og þróun. Bæði inni og úti eru torg. Þau gefa fólki pláss til þess að mætast, spjalla og slaka á. Gjáin sem myndast milli “hamranna” inni í byggingunni er lóðrétt umferðaræð fyrir starfsfólk og gesti bankans. Á pöllum verða svæði til hvíldar (setsvæði) og leiks. Þessi rými efla félagsleg tengsl.
Innra skipulag bankans byggist á verkefnamiðaðri vinnuaðstöðu, frelsi starfsfólks á vali vinnu- svæðis eftir eðli verkefnis og þar með hávaðaskala hennar. Gjáin verður aðalumferðaræðin, en þegar komið er inn á starfssvið minnkar hávaði eftir því sem innar dregur, frá naslsvæði til vinnusvæða. Rými til næðis verða aðgengileg úr gjánni og því óháð deildum.
Mikið er lagt upp úr góðri hljóðvist í opnum vinnurýmum og hljóðhönnun fundarherbergja. Þá verði tryggð góð hljóðvist í opnum tengirýmum þannig þau geti iðað af lífi án skarkala.
Sveigjanleiki er lykilatriði í hönnun byggingarinnar. Bankinn getur ráðstafað hlutum byggingar á þann veg sem honum hentar. Hægt er að leigja þá út, skipta þeim upp eða nýta þá til eigin þarfa. Sú tillaga sem lögð er fram getur breyst ef forsendur breytast. Staðsetning deilda innan bankans er einnig sveigjanleg og tillagan veitir bankanum svigrúm til þess að ráðstafa rýmum eftir þörfum.