KHÍ

1. verðlaun

Lokuð samkeppni um nýtt skipulag við Bólstaðarhlíð / Stakkahlíð í Reykjavík
1. verðalun

Staðsetning: Bólstaðarhlíð / Stakkahlíð, Reykjavík
Verkkaupi: Umhverfis- og skipulagssvið, Reykjavíkurborg
150 nýjar íbúðir, háskólauppbygging
Stærð: 4 ha
Verklok: 2014

Um er ræða skipulag fyrir annars vegar nýja íbúðabyggð og hins vegar breytt skipulag lóðar Menntavísindasviðs HÍ. Íbúðabyggðin er ætluð námsmönnum að hluta og eldri borgurum að hluta. Byggðin hefur létt yfirbragð og lagar sig að núverandi byggð í kring. Húsaraðir eru brotnar upp í minni einingar og gert er ráð fyrir hallandi mænisþaki á um helmingi byggðarinnar eins og er að finna á flestum húsum í kring.
Tekið er tillit til sólarátta og byggð skipulögð þannig að hún skapi sem mest skjól fyrir veðri og vindum þar sem góð útivistarsvæði skapast til dvalar og leiks.
Gert er ráð fyrir sérnotareitum fyrir íbúðir á jarðhæðum. Í efnisvali er lögð áhersla á vistvæn efni og hlýlegt yfirbragð húsanna.