220+ Flensborgarhöfn

Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði
Opin hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag

Staðsetning: Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði í Hafnarfirði
Útbjóðandi: Hafnarfjarðarbær og Hafnarfjarðarhöfn
Verklok: 2018

Með nýju skipulagi öðlast svæðið heildaryfirbragð og góða tengingu við nærliggjandi byggð og sjávarsíðu. Byggingarmagn er aukið, en byggðin er þétt og lágreist og í samræmi við núverandi byggð. Tekið er tillit til höfuð- og vindátta í skipulagi til að skapa sem flest skjólrík svæði til útiveru. Gert er ráð fyrir aukinni fjölbreytni í nýtingu á landi og byggingum, s.s. atvinnustarfsemi, starfsemi tengdri hafnarsvæðinu, verslun, þjónustu, menningartengdri starfsemi og blandaðri íbúðabyggð. Lögð er sérstök áhersla á að skapa eins mörg og fjölbreytt útivistarsvæði og mögulegt er, á bryggjum, á milli húsa og við strandlínuna.
Megin inntak tillögunnar “220+ hjarta Hafnarfjarðar“ er:
Að skapa blandaða byggð verslunar, þjónustu, atvinnu og íbúðabyggðar - til þess að tryggja líf á öllum tímum sólarhrings
Að tryggja gott flæði umferðar, með áherslu á vistvænar samgöngur (gangandi, hjólandi, góð tenging við Borgarlínu)
Að skapa skjól- og sólrík svæði til leiks og dvalar fyrir almenning og íbúa staðarins
Að efla vettvang fyrir áframhaldandi blómlega lista- og menningartengda starfsemi
Að tryggja góðar tengingar fyrir almenning við sjávarsíðuna og við miðbæ Hafnarfjarðar
Að byggð falli vel að og styrki núverandi byggð, með fleiri útivistarsvæðum, þjónustu o.fl.
Að atvinnustarfsemi sem fyrir er eflist, með áherslu á lítil og staðbundin fyrirtæki
Að sérkenni staðarins og saga séu haldin á lofti